Eins og margar góðar sögur varð okkar saga til yfir vínglasi. Við vildum vita hvað var í glasinu sem við vorum að drekka en það reyndist þrautinni þyngri að komast að því. Áfengi er nefnilega undanþegið kvöðum um merkingar um innihaldslýsingar og næringargildi. Neytandinn veit því ekkert hvað hann er að drekka.
Vínkonur hafa það að markmiði að upplýsa neytandann um innihald vörunnar og auka framboð á léttari valkostum. Við höfum aflað upplýsinga frá ýmsum framleiðendum um vín og innihald, smakkað óteljandi tegundir og sérvalið úrval góðra vína sem finna má í vefverslun okkar.
Vínin eiga það sammerkt að innihalda lítinn eða engan sykur, þau eru lágkolvetna, glútenlaus, vegan og mörg lífræn. Við leggjum okkur fram við að velja vín frá minni vínræktendum og fjölskyldu- og kvendrifnum framleiðendum. Vínkonur er 100% í eigu kvenna.