Algengar spurningar
FAQ
Hvað er sykurlaust vín?
Án sykurs væri ekki til vín því vín verður til við gerjun á náttúrulega sætum þrúgum. Í gerjunarferlinu breytist hins vegar sykurinn í alkóhól og ef vínið gerjast að fullu er enginn sykur eftir. Hins vegar velja vínframleiðendur oft að stöðva gerjun, svo vínið verði bragðmeira, auka rúmmál sem gefur vínframleiðendum meira vín til að selja eða ákveða styrkleika svo fátt eitt sé nefnt. Allur afgangur af sykri sem umbreytist ekki í alkóhól, er það sem ákvarðar sykurinnihald þess víns. Sumir vínframleiðendur bæta við sætum þrúgum eða sykri í vínið, sem er reyndar þekkt aðferð við framleiðslu á freyðivíni.
Sem sagt, vínframleiðendur eiga stóran þátt í því hversu mikill sykur er í lokaafurðinni.
Vínkonur hafa sérvalið vín frá vínframleiðendum sem gerja sum vín sín þannig að lítill sem enginn sykur er eftir gerjun án þess að það komi niður á styrk, bragði eða gæðum vínsins. Þau innihalda ekki gervisætu.
Af hverju eru ekki næringarupplýsingar á vínflöskum?
Áfengi er undanþegið reglugerð ESB um skyldu þess að upplýsa um næringarinnihald á umbúðum. Eina færa leiðin fyrir neytendur til að afla þessara upplýsinga er að hafa samband við framleiðendur.
Við sem neytendur viljum vita hvað er í víninu sem við erum að drekka. Forsenda þess að neytendur geti tekið upplýstar ákvarðanir eru aðgengilegar og skýrar upplýsingar. Vínkonur hafa aflað upplýsinga frá framleiðendum og birta upplýsingar í vefverslun sinni.
Eru vínin ykkar heilsuvín?
- Innihalda minna en 2g/l af sykri
- Lágkolvetna
- Vegan
- Glútenlaus
- Flest lífræn
Áfengi er ávanabindandi vímugjafi og við hvetjum fólk til að drekka af ábyrgð.
Get ég skilað vínum?
Ekki er hægt að skila vörum gegn endurgreiðslu, hvorki pöntunum í heild né hluta. Skemmd vara fæst endurgreidd. Sjá nánar skilmála.
Hvað er súlfít?
Súlfít í víni eru efnasambönd sem myndast náttúrulega í gerjunarferlinu en geta einnig verið bætt við af vínframleiðendum. Súlfít eru stundum notuð sem aukaefni í matvæli til að viðhalda lit matvæla, lengja geymsluþol og koma í veg fyrir vöxt sveppa eða baktería. Sumir eru viðkvæmir fyrir súlfítum og geta fengið ofnæmisviðbrögð við vörum sem innihalda þau og er því skylt að merkja vínflöskur sérstaklega sem innihalda súlfít.
Vínkonur bjóða vín sem eru lág í súlfít og án súlfít.
Er gervisykur í vínum frá Vínkonum?
Nei, vínin innihalda ekki gervisykur. Vínin okkar eru sérvalin útfrá innihaldi og næringarupplýsingum.
Af hverju er lágmarkspöntun þjár flöskur?
Öll vínin okkar eru seld með lákmarks tilkostnaði og krafa um lágmarkspantanir viðskiptavina er hluti af því.
Er vefverslunin eingöngu fyrir konur?
Vínkonur.is er ætluð öllum þeim, óháð kyni, sem njóta þess að drekka góð vín.