Lýsing
Nánari upplýsingar
Þrúgurnar í False Bay Whole Bunch Cinsault Mourvédre rósavíninu koma að mestu úr gömlum Cinsault vínvið ásamt litlum hluta af Mourvedre vínvið, hvort tveggja ræktað í Stellenbosch í Suður Afríku. Staðsetningin er stutt frá False Bay flóanum en þar blása saltir og svalir vindar Atlantshafsins sem skilar sér í frískandi bragði.
Uppskeran er handtínd, þrúgur pressaðar í heilu lagi og gerjaðar með villtu geri í ryðfríu stáli og eik. Vínið er látið liggja á dreggjum í að minnsta kosti þrjá mánuði áður en það er sett í átöppun. Víngerðin er eiturefnalaus og engar viðbætur eru í víninu aðrar en súlfít sem er eina rotvarnarefnið. Ræktað, framleitt og átappað á flöskur í Suður-Afríku.
Rósavínið er gert af hinni hæfileikaríku ungu víngerðakonu Nadia Barnard hjá Waterkloof víngerð. Hún segir leyndarmálið að velgengni vera ástríða fyrir því sem hún gerir, að vera forvitinn um víniðnaðinn og alltaf áhugasöm um að læra eitthvað nýtt.