Lýsing
Nánari upplýsingar
Frábært Pinot Grigio hvítvín sem er upprunið frá vínhéraðinu Veneto og handtínt fyrstu tvær vikurnar í september. Þrúgurnar eru muldar, pressaðar og safanum leyft að setjast og skýrast fyrir kalda gerjun við 16 til 18’C í hitastýrðum ryðfríum stáltönkum. Vínið er sett ungt á flöskur. Víngerð í höndum Claudio Manera and Lella Burdese.