Eldri og svalari systir tequila
Mezcal hefur orðið ein mest vaxandi tegund sterkra drykkja síðustu ár, áður drukkinn nánast eingöngu af frumbyggjum Mexíkó. Drykkurinn er stundum kallaður „reyktur frændi“ tequila en við kjósum að kalla það „eldri og svalari systir tequila“, en báðir eru gerðir úr agave. Mezcal er handgert á afmörkuðum svæðum, einkum í Oaxaca, þar sem agave kjarnar eru eldaðir í djúpum neðanjarðarpyttum sem gefur drykknum einkennandi reykt bragð. Framleiðsla er fjölbreytt og hver mezcalero býr til sinn einstaka drykk, sem sumir kalla nær dulspekilega list en vísindum.
Í goðafræði frumbyggja Mexíkó segir að uppruni mezcal hafi orðið til þegar einn guðinn hafi slegið eldingu niður í agaveplöntu og til varð soðinn safi sem mexíkóbúar hafa notið æ síðan. Guðlegur uppruni þess útskýrir hvers vegna frumbyggjar trúa því að mezcal geri fólk ekki drukkið, heldur búi það yfir lækningakrafti og færi fólk nær guði.
Kvennaverk í fremstu röð
Doña Vega Mezcal Espadín er dæmi um mezcal sem hefur heillað vínkonur. Framleitt af Sonya Auvray Vega en hún á ættir sínar að rekja til Mexikó. Framleiðslan fer fram á bænum La Curva í Mexikó og er unnin af höndum kvenna í fimmta kvenlegg þ.e Doña Hortensia Hernández Martínez og dætrum hennar. Doña Vega Mezcal Espadín notar afbrigðin Espadín og Tobala, með létt reykt bragð og undirtóna af ávöxtum og hvítum pipar. Siður Hernández fjölskyldunnar er að bæta smá chili og salti til að fjarlægja illa anda.
Sonya Vega ákvað að framleiða mýkri útgáfu af mezcal sem höfðar til breiðari markhóps, hreinan drykk með minni sykri og kaloríum. Hún stofnaði Doña Vega árið 2019, og drykkurinn hefur unnið tvöföld gullverðlaun í San Francisco World Spirits Competition 2021.
Vínkonum finnst best að njóta mezcal í mismunandi kokteilum eða sötra eitt og sér við stofuhita.
Hér eru nokkrir spennandi kokteilar úr Doña Vega Mezcal Espadín
PENICILINA:
60 ml Doña Vega Mezcal Espadín
20 ml lemon juice
5-10 ml ginger syrup
5-10 ml honey syrup
Setjið öll hráefnin í hristara með klökum og hristið vel.
Síið í lágt glas með klökum.
Skreytið með timían og njótið…aftur og aftur.
FORVITNA MARGARÍTAN:
45ml Doña Vega Mezcal Espadín
15ml Ancho Verde eða Giffard Piment D´Espelette (Chili)
20ml Agave sýróp
30ml safi úr límónu
Setjið öll hráefnin í hristara með klökum og hristið vel.
Síið í lágt glas með klökum, skreytið eftir smekk.
Njótið og lítið aldrei til baka.
MEZCAL MULE
3 agúrkusneiðar
1 msk agavesíróp – (má vera minna eða eftir smekk)
2 msk DonaVega mezcal Espadín
1 msk lime safi, nýkreistur
1 msk Mangó og ástaraldin þeytingur (frá Sóma)
Engiferbjór, ískaldur
Skreytið: agúrkusneiðog/eða engifer
Skreytið: chile duft
Skref fyrir skref
Blandið gúrkusneiðunum og agavesírópi saman og hristið
Bætið mezcal, limesafa og Mangó og ástaraldin þeyting í hristarann með klaka og hristið þar til það er vel kælt.
Sigtið í glas með klaka. Bætið við engiferbjórnum.
Skreytið með agúrkusneið og/eða bita af engifer og sáldrið chilidufti yfir.
Ef gera á fleiri en einn drykk: Margföldum uppskriftina eftir því hversu marga drykki skal blanda og skellum þessu í blandara (reyndar sleppum agúrkusneiðum og setjum frekar sneiðarnar í glösin), svo er þetta blandað skref fyrir skref og hellt í glös með agúrkum, bætum engiferbjór í hvert glas ásamt chilidufti.
Skál!