Hrein vín
Nýlega hafa litið dagsins ljós vín sem eru markaðssett sem náttúruvín og eru sögð án aukaefna. Með því að kalla vín náttúruvín eða hrein vín er verið að gefa í skyn að restin af greininni sé óhrein. Með því að segja að vín séu heiðarleg er verið að gefa til kynna óheiðarleika og jafnvel að vínframleiðendur hafi eitthvað að fela. Engar innihaldslýsingar á flöskum getur gefið til kynna að þar kunni að leynast eitthvað sem á ekki að vera þar. Þessi umræða er í takt við aukna umræðu um hreinan mat og hreina fegurð. Neytendur vilja vita hvað er í vörum sem það setur ofan í sig og á. Þessari umræðu verður þó að taka með fyrirvara og vara við grænþvotti. Skilgreiningar á því hvað telst lífrænt er mismunandi eftir löndum og engin viðurkennd skilgreining er á því hvað telst vera náttúruvín.
Aukaefni í vínum
Í Evrópu eru leyfileg 50 aukaefni í vínum. Í Bandaríkjunum eru leyfileg aukaefni í vínum um 80 talsins. Þar á meðal eru gervi litarefni, erfðabreytt ger, bragðefni, viðbættur sykur og ýmsar aukaafuðir úr dýrum sem eru notuð til að gera vínin tærari. Fjöldaframleidd vín eru oft tilbúin úr iðnaðarræktuðum þrúgum sem eru blandaðar kemískum efnum og meðhöndluð með tilbúnum aukaefnum og tæknilegum brellum. Þannig verða til vín sem eru eins ár eftir ár óháð veðurfari og uppskeru það árið.
Þessi aukaefni eru í flestum tilfellum aðeins í snefilmagni og talin örugg heilsu okkar. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort þessi efni geti safnast fyrir í líkamanum ef drukkið er mikið vín og valdið skaða eða eftirköstum sem við nefnum timburmenn.
Súlfít er eina innihaldsefni sem skylt er að merkja. Þetta þýðir að öll hin aukaefnin, þykkingarefnin, litarefnin, bragðefnin drekka vínunnendur grunlaus um skaðsemi. Við myndum eflaust hugsa okkur tvisvar um ef við vissum að uppáhalds rauðvínið okkar innihéldi vott af E1212 (PVPP) sem er tilbúið plastefni.
Eins og staðan er núna lendir ábyrgðin á okkur, neytendum. Við verðum að afla upplýsinga um innihald til að geta tekið upplýsta ákvörðun. Sú rómantíska hugmyndin að vín sé afurð úr hreinum vínberjasafa, sem sem lítið hefur verið átt við, er nefnilega í fæstum tilvikum sönn.
Vínkonur auðvelda neytendum leitina. Vínkonur hafa sérvalið vín út frá innihaldi, minna sykurmagni og forðast fjöldaframleidd vín með skaðlegum aukaefnum. Veldu hollari valkosti – Veldu vín frá Vínkonum.