Í margar aldir aldir hefur vínflöskum verið lokað með korktöppum. Nú er korkurinn á undanhaldi því þó hann þjóni oftast hlutverki sínu vel er hann ekki fullkominn. Alltof oft skemmir korkurinn úr frá sér og gerir vínið ódrykkjarhæft. Nær allar vínskemmdir má rekja til galla í korki.
Mun korktappinn lifa?
Sú athöfn að lykta af víni á veitingahúsi áður en það er borið fram er fyrst og fremst til að ganga úr skugga um hvort vínið sé skemmt af korki. Sífellt fleiri framleiðendur og neytendur víns sætta sig ekki við þetta lengur. Það hefur annars vegar leitt til að stöðugt er reynt að bæta framleiðslu á korki til að koma í veg fyrir skemmdir og hins vegar hafa menn leitað nýrra leiða til að loka flöskunum. Gervitappar hafa notið mikill vinsælda á síðustu árum og þeim flöskum fjölgar stöðugt sem lokað er með skrúftappa. Íhaldsmenn harma þessa þróun enda hluti af þeirri athöfn að neyta víns að draga tappa úr flösku. Mörgum finnst „billegt“ að skrúfa tappann bara af rétt eins og um væri að ræða kókflösku. Aðrir segja að sjarmanum megi fórna ef tryggt er að vínið sé ekki skemmt. Vínframleiðandinn Sainsbury‘s segir að árlegur kostnaður þess að viðskiptavinir skila flöskum nema 1,4 milljónum punda. Þegar skipt var yfir í skrúftappa lækkaði kostaðurinn niður í 0,5 milljónir punda á 12 mánaða tímibili.
Veitingamarkaðurinn segir að þróunin sé komin til að vera og það heyri til algjörra undantekninga ef viðskiptavinur skilar flösku á þeirri forsendu að henni hafi verið lokað með skrúftappa.
Þessi umræðu hefur staðið um nokkurra á skeið og það verður forvitnilegt að fylgjast með þróuninni á komandi árum.