Vín eru misvæn heilsu okkar
Sum innihaldsefni í víni geta gagnast heilsu okkar á ákveðin hátt en önnur ekki, auk þess sem vín er ávanabindandi vímugjafi. Rannsóknir sýna að vín í hóflegu magni getur veitt vernd gegn öldrun, dregur úr ákveðnum tegundum krabbameina og bætir heilsu hjartans. Bæði rauðvín og hvítvín innihalda andoxunarefni, sem hjálpa til við að koma í veg fyrir skemmdir á æðum og hjálpa við að vernda líkamann.
Hvað leynist í vínglasinu þínu?
Vínframleiðendur eru undanþegnir því að upplýsa um næringarinnihald. Þess vegna er nánast ógjörningur fyrir neytendur að finna út hvað er í víninu nema hreinlega að óska eftir upplýsingum beint frá framleiðenda. Sú rómantíska hugmynd að vín sé afurð úr hreinum vínberjasafa er í fæstum tilvikum sönn. Vín geta nefnilega innihaldið sykur, súlfít og önnur óæskileg aukefni sem ekki eru góð fyrir heilsu okkar, geta leitt til þyngdaraukningar, hærri blóðsykurs og aukið hættuna á öðrum heilsufarsvandamálum.
- Hitaeiningar: Meðal rauðvínsglas hefur um 125 hitaeiningar. Vínin hjá Vínkonum innihalda um 30-40% færri hitaeiningar. Skiptir þá mestu lítill sykur og lág áfengisprósenta en flest vínin okkar innihalda aðeins 10% til 12,5% alkóhól.
- Sykur: Vín innihalda mismikið magn af sykri (residual sugar). Flest fjöldaframleidd vín innihalda á bilinu 5-20 gr af sykri og eftirréttarréttar vín 100 gr per flösku. Ofneysla á sykri og hár blóðsykur auka líkur á langvinnum sjúkdómum (og timburmönnum) Vínin frá Vínkonum hafa þá sérstöðu að vera öll sykurlaus eða innihalda mjög takmarkað magn.
- Hráefni í vínum sem ekki eru vegan: Í Evrópu eru leyfileg aukaefni í vínum um 50 talsins og um 80 aukaefni eru leyfileg í USA. Þar á meðal eru gervi litarefni, erfðabreytt ger, bragðefni, viðbættur sykur og ýmsar aukaafuðir úr dýrum sem eru notuð til að gera vínin tærari s.s. kasein (mjólkurprótein), albúmín (eggjahvítu) eða gelatín (dýraprótein). Öll vínin hjá Vínkonum eru vegan.
- Ofnæmiseinkenni: Í vínum eru flókin efnasambönd og alls ekki þekkt hvað er í sumum vínum en ekki öðrum sem hefur áhrif á líðan fólks. Tvö efni hafa þó verið rannsókuð meira en önnur eru Histamín og Súlfít. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir histamíni ættu að sleppa því að drekka rauðvín. Súlfít er eina innihaldsefni sem er skylt að merkja og þeir sem þola illa súlfít geta því valið vín án þess. Vínkonur bjóða uppá vín sem eru án viðbætts súlfít.
Góðu fréttirnar eru þær að þú getur valið heilnæmari valkosti hjá Vínkonum en vínin okkar eru sérvalin út frá litlu sykurmagni án þess það komi niður á bragði. Öll frábæru vínin sem við bjóðum eru:
- Innihalda minna en 1g/l af sykri*
- Eru lágkolvetna
- Vegan
- Glútenlaus
- Flest lífræn
Taktu upplýsta ákvörðun og veldu vín frá Vínkonum sem næra líkama og sál.