Víngyðjur – gleymdar verur vínsins
Vínguðina Bacchus og Díónýsos þekkja margir, en færri vita að fyrir þúsundir ára voru til víngyðjur – gyðjur sem áttu að tryggja góða uppskeru, blessun og gleði í vínrækt. Þekktar víngyðjur eru Gestin, Siduri og Renen-Utet. Þær voru tengdar frjósemi og matargerð og höfðu lykilhlutverki að gegna í vínframleiðslu löngu áður en Bacchus og Díónýsos komu til sögunnar.
Það sem er forvitnilegt er hversu lítið við vitum um þessar víngyðjur miðað við gríska og rómverska vínguði, sem hafa fengið miklu meiri umfjöllun í bókmenntum og listum. Margt bendir til að konur hafi á frá upphafi víngerðar átt stóran þátt í framleiðslu og tengslum við drykkinn en hafi verið ýtt til hliðar með tímanum: menningin færðist í átt að karllægri ímynd víns og þegar vín varð mikilvæg verslunarvara komu karlar inn í víngerðina af fullum þunga.
Í dag eru konur aftur í miðju vínheimsins – ekki aðeins sem kaupendur og neytendur víns, heldur sem víngerðarkonur, frumkvöðlar og áhrifavaldar á mörkuðum um allan heim. Þær endurvekja ímynd hinna fornu víngyðja og sýna að vín getur verið tákn frelsis, sköpunar og lífsfyllingar.