Skip to main content

Um verslunina

Við erum fyrirtæki með sérstöðu í innflutningi á vínum sem innihalda lítinn sem engan sykur, eru lágkolvetna og flest gerð undir formerkjum sjálfbærni eða lífrænnar ræktunnar. Áhersla er lögð á að bjóða vín frá smærri vínræktendum, fjölskyldu- og kvendrifnum fyrirtækjum. Vínkonur er 100% í eigu kvenna.

Öll vín eru eingöngu seld af netinu og er lágmarkspöntun 3 flöskur.

Umhverfisstefna

Vínkonur leggja áherslu á að hafa umbúðir sem umhverfisvænastar og endurnýta umbúðir þegar vörur eru sendar frá okkur. Við forðumst að nota plast en endurnotum það sem berst til okkar.

Hjá okkur fást gjafapokar sem eru saumaðir úr endurnýttum efnum sem þannig öðlast framhaldslíf.

Við hvetjum fólk til að drekka af ábyrgð.