Hidden Sea Chardonnay

2.900 kr.

UPPRUNI: Ástralía. Árg. 2022. Þrúgur: Chardonnay
TEGUND: Hvítvín, þurrt
BRAGÐLÝSING: Fágað en ferskt og áferðaríkt með suðrænum ávöxtum, limeberki og hvítri peru ásamt vanillu- og eplakökukryddkeim. Parast með góðum félagsskap og grænmetis- og fiskréttum, ljósu kjöti og pasta.
NÆRINGAUPPLÝSINGAR (125 ML)
STYRKLEIKI
13%
KALORÍUR: 89
SYKUR: 0 gr.
KOLVETNI: 0 gr.
SJÁLFBÆRNI, VEGAN, GLÚTENLAUST

53 á lager

Vörunúmer: TRRO001-4-1-1-1 Flokkur: Merkimiðar: , , , ,

Lýsing

The Hidden Sea Wine er ástralskt vínfyrirtæki sem framleiðir gæðavín fyrir fólk sem vill láta gott af sér leiða á sama tíma og það drekkur gott vín. Fyrir hverja selda flösku fjarlægir The Hidden Sea 10 einnota plastflöskum úr sjó og ám í samstarfi við “ReSea Project”. ReSea er danskt fyrirtæki með hreinsunarstarf í Jakarta í Indónesíu sem vinnur að því að minnka plastmengun í sjó og ám. ReSea býður fyrirtækjum leið til að axla ábyrgð og hafa jákvæð, staðfest áhrif á umhverfið. og er allt ferið þeirra vottað af DNV.

Vínin eru ræktuð í hágæða víngörðum og hjá þeim starfa nokkrir bestu vínframleiðendum landsins. Þau hafa hlotið verðlaun fyrir að vera best í sínum flokki í sjálfbærum landbúnaði og allt úrvalið er veganvænt. Og (ef það er mikilvægt að nefna það), þá hefur Hidden Sea fengið tugi viðurkenninga fyrir gæðaafurð og má þar nefna að Hidden Sea Chardonnay hefur fengið nokkur þeirra. Hér má lesa meira um verkefnið

Vínfræðingurinn Leisha Munro er höfundur Hidden Sea Chardonnay. Hún er afar reynslumikil í víngerð eftir að hafa unnið með þrúgur frá Limestone Coast í Ástralíu og víðar. Hún lauk Bachelor of Ag Science við háskólann í Adelaide í Ástralíu árið 2005 og í kjölfarið lagið hún af stað til að skoða og vinna í öllum helstu vínhéruðum heimsins. Hún vann og aflaði sér þekkingu hjá níu mismunandi vínframleiðendum á 5 ára tímabili. Árið 2009 sneri Leisha aftur til Limestone Coast í Ástralíu til að fylgja ástríðu sinni fyrir víngerð í svölu loftslagi.