Solara Orange Wine

2.900 kr.

UPPRUNI: Rúmenía. Árg. 2021
TEGUND: Hvítvín – Gul vín. Þurrt
BRAGÐLÝSING: Fallegur appelsínu gulur litur, flókið í ilm og bragði, smá tannín, appelsínur, apríkósur og vanilla með löngu og skemmtilegu eftirbragði. Vínið er lífrænt, í góðu jafnvægi, hreint og ótrúlega ferskt. Parast best með góðum vinkonum og Cyndi Lauper!

NÆRINGAUPPLÝSINGAR (125 ML)
STYRKLEIKI
12,5%
KALORÍUR: 78
SYKUR: 0,30 gr.
KOLVETNI: 0 gr.
LÍFRÆNT, VEGAN, GLÚTENLAUST

Vörunúmer: TRRO001-9-2 Flokkar: , Merkimiðar: , , , ,

Lýsing

Nánari upplýsingar

Philip og Elvira Cox eru vínbændur í Timisoara í Rúmeníu og framleiða vín undir heitinu Carmele Recas. Frá árinu 2018 hafa þau lagt áherslu á víngerð með litlum inngripum og öll framleiðslan hefur verið vegan síðan 2018.  Hið töfrandi Solara Orange Wine er fullkomin kynning á svokölluðu Gul víni en það eru hvítvín sem eru framleitt á sama hátt og rauðvín þ.e.a.s hýði berjanna er haft með í gerjuninni og verður útkoman óvenjulega skemmtileg appelsínugul vín. Solara er framleitt úr blönduðum lífrænum þrúgum sem gerjast án viðbætts gers né öðrum aukaefnum. Það er sett á flöskur ósíað og óhreinsað. Solara er lífrænt ræktað náttúruvín og er tilvalið fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í náttúruvínum.

Blandaðar þrúgur: Feteasca Alba 51%, Sauvignon Blanc 19%, Chardonnay 15%, Tamioasa Romaneasca 15%.