Lýsing
Nánari upplýsingar
Berton Vineyards var stofnað árið 1996 af hjónunum Bob og Cherie Berton þegar þau seldu húsið sitt til að kaupa land í 450 metra hæð yfir sjávarmáli, nánar tiltekið í Eden dalnum, við Barossa á Suður-Ástralíu. Þau tóku börnin úr skólanum og lögðu af stað til fjalla með aleiguna í hjólhýsi sem var þeirra heimili til að byrjað með. Bob og Cherie hófust strax handa við að gróðursetja fyrstu græðlingana, tíu hektrar af Shiraz og sjö hektara af Chardonnay.
Fyrstu árin gengu brösulega vegna viðvarandi vatnsskort og áttu græðlingarnir erfitt með að festa rætur. Þeim tókst þó að ná sæmilegum árangri en sökum erfiða vaxtarskilyrða var útlitið á vínviðinum líkari bonsai plöntu en vínvið. Þess vegna nefndu þau fyrstu afbrigðin af Shiraz Bonsai. Eftir að byggð var stífla í héraðinu hefur vatnsskortur ekki verið vandamál og hafa fleiri víntegundir bæst við hjá Berton eins og Cabernet sauvignon og Sauvignon Blanc.