Chateau Barrail Laussac Bordeaux

3.200 kr.

UPPRUNI: Frakkland. Árg. 2019
TEGUND: Rauðvín, þurrt. Þrúgur: Merlot: 65% and 35% Cabernet Sauvignon.
BRAGÐLÝSING: Þroskuð hindber og kirsuber í bland við svartan pipar og kanilkeim. Óvenju létt Bordeaux rauðvín. Passar vel með grilluðu kjöt, ostum og ástvinum.

NÆRINGAUPPLÝSINGAR (125 ML)
STYRKLEIKI
12,5%
KALORÍUR: 89
SYKUR: 0 gr.
KOLVETNI: 0 gr.
SJÁLFBÆRNI, VEGAN, GLÚTENLAUST

4 á lager

Vörunúmer: TRRO001-2-4-2 Flokkur: Merkimiðar: , , , , ,

Lýsing

Nánari upplýsingar

Það var árið 1725 sem Írinn Thomas Barton settist að í Bordeaux til að stofna fyrirtæki sitt, sem er í dag elsta vínhús borgarinnar sem enn er í rekstri. Barnabarn hans Hugh gekk í lið með Frakkanum Daniel Guestier og árið 1802 varð samstarf þeirra opinbert;Barton & Guestier (oftast nefnt B&G). Fyrirtækið er í miklum blóma og framleiðir eðalvín með sjálfbærni að leiðarljósi.

Öll vínin hjá B&G eru valin og stjórnað af Laurent Prada og vígerðakonunni Florence Tessier ásamt öflugu B&G teymi sem á jafnframt í samstarfi við 200 sjálfbæra vínræktendur í Bordeaux. Þau segja að stærsta áskorun í vínframleiðslu vera loftslagsbreytingar og vegna þessa leggur fyrirtækið auknar áherslur á sjálfbærni. Auk þess eru þau hluti af tilraunahópi umhverfisstjórnunarkerfisins fyrir Bordeaux-vín, vottað ISO 14001 og hluti af framleiðslu B&G hafa High Environmental Value- Level 3 vottun, sem er hæsta stig sem nú er í boði.

Víngerðarkonan Florence Tessier lauk diplómaprófi í vínfræði við deildina í Bordeaux árið 1997. Hún vann fyrir Carrefour í 14 ár og var hún ábyrg fyrir rannsóknarstofu í Normandí og gegndi mismunandi stöðum á framleiðslusviðinu. Að lokum varð hún vínkaupandi fyrir Johanes Boubee Group. Óhætt er að segja að vínfræðin hafi heltekið Florence því í frítíma sínum stýrir hún vínklúbb í Normandí. Árið 2012 gekk hún til liðs við B&G sem meðeigandi og vínfræðingur. Fyrir Florence eru vín náttúruleg vara sem þarf að varðveita. Hún takmarkar óþarfa viðbætur og meðferðir til að virða heilleika vínanna og viðhalda hreinum angan. Hún er kröfuhörð í víngerð og fylgist af mikilli alúð með öllum vínum sem hún framleiðir til að tryggja stöðug gæði.

Château Barrail Laussac er ræktað á vínekru sem telur 18 hektara og samanstendur af vínviði sem er 25 ára að meðaltali. Lítil uppskera, handhöndlun, vandað val og lágmarks truflun á náttúrulegri þroska þrúganna.

Þetta Bordeaux rauðvín “Chateau Barrail Laussac Bordeaux” sem Vínkonur kynna til leiks er gott dæmi um hvernig hægt er að framleiða bragðmikið en létta útgáfu af rauðvíni. Í einum lítra er minna en 1 gramm af sykri og það er að auki vegan og glútenlaust og framleiðslan hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Er hægt biðja um eitthvað meira?