Gulp Hablo Garnacha 1ltr

3.150 kr.

UPPRUNI: Spánn. Árg 2022
TEGUND: Rauðvín, þurrt, mjög létt. Þrúga: Garnacha/Grenache – náttúruvín
BRAGÐLÝSING: Ljóst, bjart og létt með kryddaðri þurri angan, hindber og fjólur ásamt krydduðum tónum í bragði. Smakkast best vel kælt. Gulp Hablo kemur í eins líters flösku.
NÆRINGAUPPLÝSINGAR (125 ML)
STYRKLEIKI
11,5%
KALORÍUR: 79
SYKUR: 0 gr.
KOLVETNI: 0 gr.
LÍFRÆNT, VEGAN, GLÚTENLAUST, ÁN VIÐBÆTTS SÚLFÍT

18 á lager

Vörunúmer: TRRO001-2-4-1-1-1 Flokkur: Merkimiðar: , , , , , , ,

Lýsing

Nánari upplýsingar

Bræðurnir Francisco, Javier og Luis Parra áttu sér þá heitu ósk að sameina bræðralag, vináttu, handverk og hollustu og er vínræktunin ‘Bodegas Parra Jimenez’ sem var stofnuð árið 1993 afurð þeirrar óskhyggju. Bræðurnir sáu að neytendur voru í auknu mæli að vanda valið á vínum sem það keypti, ekki bara af persónulegum heilsufarsástæðum heldur spilaði virðing fyrir náttúrunni og umhverfinu líka inn í. Þeir fengu til liðs við sig hinn þekkta náttúruvíns víngerðarmann Juan Antonio Ponce og er vínræktunin meðal frumherja í ræktun og framleiðslu lífrænna vína. Vínræktunin er staðsett í héraðinu La Mancha á Spáni og eru öll vínin þeirra 100% lífræn, biodynamic, vegan og án viðbætts súlfít.

Fleiri lífrænar afurðir hafa bæst við hjá þeim bræðrum en árið 2010 bættist við framleiðsla á lífrænum kindaosti úr svörtum La Mancha kindum sem eru í útrýmingarhættu.