Lýsing
Nánari upplýsingar
Montresor víngerðin var í fjölskyldueigu til ársins 2018 þegar Cevico samvinnufélagið keypti ræktunina. Síðan þá hefur framleiðslan tekið miklum breytingum og ýmsar nýjungar litið dagsins ljós. Árið 2021 hóf Montresor að framleiða nýja línu af lífrænt rætuðum vínum í Verona. Montresor Corvina Bio er hluti af þeirri línu sem býður upp á lífræn og nútímaleg vín með karakter. Eftir uppskeru eru þrúgurnar skornar af stilkum og gerjaðar með hýðinu á ryðfríu stáli við 18°C í 15 daga. Vínið er átappað á léttar glerflöskur til að draga úr losun koltvísýrings við flutning. Sólarrafhlöður sjá fyrir hluta af þeirri raforku sem þarf í framleiðsluna og með nýju vatnshreinsikerfi er vatnið í víngerðinni hreinsað og endurnotað.
Corvina er ítalskur vínviður og er víða gróðursett á norðausturhorni Ítalíu og framleiðir DOC, DOCG og IGT vín. Corvina rauðvín hafa tilhneigingu til að vera fallega björt að lit með ilm og bragð af rauðum krisuberjaávöxtum og lítið tannín. Nýtur sín best létt kælt.
Víngerð í höndum efnafræðingsins Michele Spina.