Lýsing
Nánari upplýsingar:
Doña Vega Mezcal Espadín er framleitt af Sonya Vega. Sonya kallar mezcal eldri og svalari systir tequila en báðir drykkirnir eru gerðir úr agave sem er ræktað í Oaxaca í Mexíkó. Áhugi hennar á mezcal framleiðslu kviknaði úr frá eigin mexíkóska uppruna en fannst margar útgáfur of reyktar og ákafar. Hún vildi framleiða mýkri uppskrift sem höfðaði til breiðari markhóps. Sonya ferðaðist um Oaxaca í Mexíkó til að rannsaka og fínpússa eigin uppskrift. Eftir 73 mismunandi uppskriftir frá 22 bæjum og óteljandi prufum fann hún samleið með Hernández mæðgum en þær eru fimmti ættliðurinn sem framleiða mezcal í beinan kvenlegg. Úr þessu krafti kvenna varð til Doña Vega Mezcal.
Doña Vega Mezcal er gert úr 100% eimuðu agave, sem gerir það lífrænt, án aukaefna og sykurs. Framleiðslan er mismunandi frá þorpi til þorps, mezcalero til mezcalero, palenque til palenque enda margar breytur í gullgerðarlist mezcals. Til eru nokkrar útgáfur en Espadín og Tobalá eru þær algengustu.
Vínkonum finnst best að njóta mezcal í mismunandi kokteilum eða sötra eitt og sér við stofuhita. Hér má sjá nánari upplýsingar og nokkrar uppskriftir af Mezcal kokteilum.